Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira. Hægt að sækja í Akralind 3 (bakhúsi), Kópavogi eða fá sent. Sjá opnunartíma í skilmálum.
Hatha jóganámskeið

Hatha jóganámskeið

Verð 20.000 kr Tilboð

12. nóvember - 19. desember 2018 
Mánudaga og miðvikudaga kl. 20:00-21:15

6 vikna Hatha jóganámskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna þar sem við ræktum huga, líkama og sál með jógastöðum, djúpri öndun og slökun. Gott fyrir þá sem vilja styrkja líkamann, losna við streitu, auka liðleika, einbeitingu, jafnvægi og almenna líðan. Þetta námskeið býður uppá 75 mínútna jógatíma þar sem vel verður farið í jógastöður (Asanas), öndunaræfingar (Pranayama) og slökun í lok tímans.
Aðeins er tekið við 16 þátttakendum í mesta lagi á hvert námskeið til þess að þeir öðlist sem besta kennslu og ýtarlegri leiðbeiningar frá kennara.
 
Verð: 20.000 kr. 
Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma hjá Jógasmiðjunni og Gong slökun.
Kennarar: Anna Lind Fells og Mikael